23.3.2008 | 16:38
Rafstuðsbyssur og mjólkurkex.
Ég fékk martröð í nótt. Mig dreymdi að lögreglan væri komin með rafstuðsbyssur. Þetta var hræðilegur draumur. Mér fannst í draumnum eins og að náungarnir þarna, með axirnar, gaddakylfurnar, hnífana og sýktu sprautunálarnar hefðu fengið í sig einhver míkrovolt af rafmagni og það var hræðileg upplifun. Það má ekki gerast. Það hefur skilað mjög góðum árangri í gegnum tíðina að bara tala við þetta lið og biðja þá um að vera góða og það má ekki skemma þann góða árangur sem náðst hefur undir nokkrum kringumstæðum. Svo fannst mér eitt augnablik að dómari dæmdi þá í fangelsi og ég vaknaði upp í svitabaði. Mér leið svo illa þegar að ég vaknaði af draumnum að ég þurfti að fá mér mjólkurglas og kex. Og hugsa sér, það eru einungis 120 fangaklefar í landinu öllu. Eru virkilega ekki fleiri bófar á landinu.
Tveir handteknir eftir átök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Nafni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar